top of page
IMG_3870.jpg

Gallerí Grótta 2019

Dulur

IMG_3937.jpg
IMG_3916.jpg
IMG_3919.jpg
IMG_3891.jpg
IMG_3893.jpg
IMG_3894.jpg
IMG_3878.jpg
20190607_004920.jpg

Dulur – Anna Þóra Karlsdóttir

 

Þegar landnámsmenn fluttu fyrst sauðfé til Íslands fyrir ríflega eitt þúsund árum héldu vatnsheldar gærur lífsnauðsynlegum hita á fólki.

Enn þann dag í dag er lögð stund á sauðfjárbúskap á Íslandi. Hann er fyrst og fremst stundaður með kjötframleiðslu í huga en einnig eru hefðbundnar íslenskar lopapeysur prjónaðar úr lopa sem unninn er úr ullinni. Togið myndar ysta lag ullarinnar en það er fremur gróft og fáir hafa kunnað að meta það hráefni. Anna Þóra Karlsdóttir er þó undantekning frá þeirri reglu. Hún hefur unnið með gróft tog og náð að sameina um leið list, hönnun og tísku.

 

Talið er að fólk hafi upphaflega slysast til að þæfa ull þegar hún var vafin um fætur þess í þeim tilgangi að vernda þá á göngu. Smátt og smátt þæfðust ullarþræðirnir saman og mynduðu eina heild. Þéttir og dempandi flókar hafa oft verið notaðir sem hljóðeinangrun.

Sem dæmi má nefna stórar innsetningar eftir hollenska listamanninn Claudy Jongstra en hún hefur notað ull af Drenthe Heath fé sem er gamall og fágætur sauðfjárstofn sem hún ræktar nyrst í Hollandi. Ull inniheldur prótínþræði, en það gera líka loðfeldir og silki.  Anna Þóra, líkt og Jongstra, leyfir kröftugum lokkum þráðanna að njóta sín í flókanum.

 

Grænt votlendi Wales er ólíkt því haglendi sem er á eldfjallaeyjunni Íslandi. En hér er einnig löng hefð fyrir sauðfjárrækt og ullarframleiðslu. Íslenskir bændur eyrnamerkja sauðféð en á velskum túnum má sjá að litríkir blettir hafa verið málaðir í ull hverrar einustu kindar. Velski listamaðurinn Paul Emmanuel, sem var nemandi við Goldsmith-háskólann á Young British Artists (YBA) tímabilinu, varð fyrir áhrifum frá þessum litríku ferfætlingum og hefur málað á óunnin reyfi. Reyfi verður stíft undir þungri málningu. Verk Emmanuels snúast því minna um þræði ullarinnar en þeim mun meira um liti og málningu. Sumir ullarlagðanna minna á kátbroslegar hárkollur og eru sannarlega listaverk.

 

Verk Önnu Þóru eru frábrugðin verkum Jongstra og Emmanuel.

Á sýningunni Dulur eru verk sem mætti hvort heldur flokka sem rýmis-innsetningar eða textílverk á hvítmáluðum veggjum sýningarsalarins. Mörkin eru óljós. Verkin eru ekki unnin sem hluti af endurvakningu gamalla vinnsluaðferða, né heldur eru þau tilraun í málaralist, en Anna Þóra sýnir útsjónarsemi og fer óhefðbundna leið með efni sem oft gengur af í sauðfjárbúskap nú til dags.

Flókarnir eru ívið stærri en svo að hægt sé að kalla þá trefla en þeir falla samt vel að líkamanum án þess að vera endilega yfirlýst tískuvara. Þeir lengstu eru þrír og hálfur metri að lengd sem ræðst af ákveðnu ferli eða eins og Anna Þóra segir sjálf: „Ullin segir til um það hvenær flókinn er tilbúinn.“

 

Anna Þóra Karlsdóttir líkir verkum sínum við hálfgegnsæjar vatnslitamyndir þar sem mjúk litalög  hleypa ljósi í gegn en þéttari flóki sé hins vegar meira í líkingu við olíumálverk. Það er erfitt að finna betri lýsingu á verkunum. Flókarnir eru töfrandi og þéttleikinn einstaklega fjölbreyttur. Ull er fyrst og fremst textíll. Liturinn kemur meira að innan en utan og sauðalitirnir í verkunum eru miklu heldur dregnir fram en faldir.

 

Nafngiftin Dulur er lýsandi fyrir verkin. Efnið er loftkennt en togið hrindir einmitt frá sér vatni á sauðfénu. Þetta kallar fram hughrif og endurspeglast í  næfurþunnu efni og gegnsæjum litum verkanna á sýningunni.

Yfirskriftina má e.t.v. túlka sem léttlíðandi áru; efni fegurðar og dulúðar.

 

Jessica Hemmings

Prófessor í handíð

HDK, Gautaborgarháskóla

Maí 2019

bottom of page